Um okkur

Nanna Bryndís Snorradóttir

Á vormánuðum árið 1988 fæddist Nanna á Landspítalanum. Fyrstu árin ólst hún upp í Árbæ, en búið í Garðabæ í tæplega 20 ár og því Garðbæingur. Við gott atlæti og í hóp góðra vina komst Nanna í gegnum barna- og unglingsárin. Fyrir tæplega áratug síðan, eða í lok barnaskóla, kynntist hún maka sínum Grétari, sem starfar sem rafvirki. Nanna fór í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þar sem hún hlaut viðurkenningu fyrir besta námsárangur. Á menntaskólaárum hóf Nanna störf á Slysa- og bráðamóttökunni í Fossvogi. Eftir að hafa unnið þar var ekki aftur snúið og lá leið hennar í Háskóla Íslands í hjúkrunarfræðinám. Nanna hefur lokið Dale Carnegie námskeiði, og einnig starfað sem aðstoðamaður á slíku námskeiði. Á námstímanum í háskólanum lá leið Nönnu til Svíþjóðar þar sem hún tók kúrs á slysa og bráðamóttöku í Stokkhólmi. Eftir útskrift vildi Nanna ólm upplifa sveitalífið og fluttist á Snæfellsnesi og starfaði þar sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu. Haustið eftir var Nanna ekki komin með nóg af sveitasælunni og færði sig norður á Hvammstanga og var þar í 5 mánuði. Nú starfar Nanna á Hjartagáttinni á Landspítalanum ásamt því að vinna eina helgi í mánuði á Hvammstanga.

Rósa Eiríksdóttir

Rósa er fædd í Reykjavík árið 1988. Sex ára fluttist hún með foreldrum sínum og systkinum í sveitasæluna að Kanastöðum í Austur Landeyjum þar sem hún ólst upp. Eftir grunnskóla var stefnan tekin á Verslunarskóla Íslands þaðan sem Rósa útskrifaðist sem stúdent árið 2008. Á framhaldsskólagöngu hennar fór hún m.a. á Dale Carnegie námskeið þar sem hún og Nanna kynntust. Á svipuðum tíma kynntist Rósa einnig viðskiptafræðingnum Almarri, sem er maðurinn hennar í dag og saman eiga þau tvö börn. Helstu áhugamál Rósu eru hestamennska, útivera og fjallgöngur. Eftir Verslunarskólann var stefnan tekin á hjúkrunarfræði og útskrifaðist Rósa sem hjúkrunarfræðingur vorið 2013. Samhliða hjúkrunarnáminu starfaði Rósa sem ritari á bráðamóttöku Landspítalans, heillaðist af starfinu þar og hélt áfram að vinna þar eftir útskrift. Í dag starfar Rósa á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut.