Af hverju heilsuefling?

Hagur fyrirtækja:
Markmið með heilsueflingu á vinnustað er að auka heilsu og vellíðan starfsmanna.  
Ákjósanlegt er að fyrirtæki/stofnanir  hafi markvissa stefnu sem varðar heilsueflingu starfsmanna og bjóði starfsmönnum sínum tækifæri að fylgjast með eigin heilsu. Vinnuumhverfi sem er hvetjandi á þá þætti sem snúa að heilsueflingu getur aukið framleiðni og vinnuafköstu og einnig dregið úr starfsmannaveltu og fækkað veikindadögum. Heilsa samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er skilgreind sem líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan. Einstaklingar hafa stjórn á ýmsum þáttum sem snýr að eigin heilsu en fjölmargir umhverfisþættir hafa einnig mikil áhrif og geta þeir verið bæði hvetjandi og letjandi. Með heilsueflingu á vinnustöðum er vinnustaðurinn að fjárfesta í mannauði. Þannig geta fyrirtæki eflt ímynd sína og gert það þannig að eftirsóknarverðari vinnustað.Hagur starfsmannsins:
Ávinningur starfsmannsins af heilsueflingu er margvíslegur. Hann felur meðal annars í sér aukna vellíðan, bætta heilsu og meiri starfsánægju. Brýnt er að fólk þekki sín gildi blóðþrýstings og fylgist með hvort þau séu hækkandi eða lækkandi yfir tíma. Einstaklingar sem greinist með háþrýsting eru oft með aðra áhættuþætti til staðar fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Mikilvægt er að fræða fólk um slíka áhættuþætti og svo hægt sé að taka á þeim og reyna að draga úr líkum að alvarlegt sjúkdómsástand myndist.Einkenni og rétt viðbrögð:
Það að þekkja einkenni hjartaáfalls og/eða heilaáfalls er nauðsynlegt. Fræðsla til einstaklinga um einkenni, rétt viðbrögð og almennar forvarnir um eftirfarandi bráðatilvik getur haft jákvæð áhrif, ekki aðeins fyrir starfsmenn fyrirtækja heldur einnig samfélagið í heild sinni.
Algengustu einkenni hjartaáfalls eru:
Verkir, óþægindi eða þyngsli yfir miðju brjósti.
Mæði
Ógleði
Einkenni kvenna og karla geta verið mjög ólík við hjartaáfall. Konur eru líklegri til að hafa minna algeng merki um hjartaáfall s.s. brjóstsviða, minnkaða matarlyst, þreytu og hósta.

Heilaáfalll er afleiðing skyndilegrar og varanlegrar truflunar á blóðflæði til heilasvæða af völdum æðasjúkdóma. Það að bregðast rétt við og fá viðeigandi meðferð tímanlega á sjúkrahúsi við heilaáföllum getur dregið úr eða komið algjörlega í veg fyrir ýmsa fylgikvilla af völdum slíks áfalls.