Heilsuhjúkrun
- Fyrirtæki sem býður upp á heilsueflingu fyrir fyrirtæki/stofnanir.
- Samanstendur af tveimur hjúkrunarfræðingum.
- Býður upp á forvarnarþjónustu í formi fyrirlestra og mælinga.
Hjartasjúkdómar
- Aðal dánarorsök Íslendinga.
- Hægt að fyrirbyggja með heilbrigðu líferni.
- Auðvelt að greina á byrjunarstigi og til er árangursrík meðferð bæði við hjartasjúkdómum og mögulegum áhættuþáttum þeirra s.s. háþrýstingi, háum blóðfitum og sykursýki.
- Uppgötvist hjarta-og æðasjúkdómar tímanlega er hægt að breyta gangi sjúkdómsins og bjarga mannslífum.
Háþrýstingur
- Hár blóðþrýstingur hefur slæm áhrif á hjarta og æðakerfið.
- Háþrýstingur er oft einkennalaus.
- Einfalt er að greina háþrýsting.
Sykursýki
- Er sjúkdómur sem er vaxandi vandamál hér á landi.
- Auk hækkaðs blóðsykurs fylgir sykursýki II oftast hár blóðþrýstingur og breytingar á blóðfitu.
- Greinist oftar en ekki of seint og þá algengt að fólk sé komið með einhverja alvarlega fylgikvilla sykursýkis.